Fréttir


Bakverðir er sveit foreldra og annara sem áhuga hafa á skátastrafi Mosverja. Foreldrar teljast sjálfkrafa Bakverðir svo framarlega sem þau afþakki ekki boðið.
Stjórnendur Bakvarða eru búnir að búa til skemmtilega dagskrá fyrir vorið og langar okkur að kynna hana fyrir ykkur. 
Dagskráin er bland af gönguferðum, fróðleiksfundum og vinnufundum.
Gönguferðirnar eru á dagskrá einn laugardag í mánuði og þess fyrir utan verða fundir einu sinni í mánuði þar sem við bjóðum upp á ýmsan fróðleik. Í fyrra var t.d. fenginn fyrirlesari um hvernig nýta má snjallsímann sinn betur.... Öllum velkomið að mæta þegar þeim hentar eða hafa áhuga á.
Við hvetjum ykkur öll til að mæta á fundinn á mánudaginn og sjá hvað er á dagskránni og þiggja kaffi/kakó og með því. 
Hlökkum til að sjá ykkur!
 

Stjórn og foringjar Mosverja óska öllum skátum og foreldrum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar liðið starfsár.

Við byrjum fundi aftur vikuna 12-16 jan.

Þessa dagana stendur yfir vinna við nýtt útlit heimasíðu. Munu sjást þess merki í einhverja daga og verður hún jafnvel lokuð einhverja stund á þessum dögum. Vonum að það valdi ekki óþæginum.

Félagsútilega Mosverja var haldin 14. – 16. nóvember og þema útilegunnar var Víkingar. Farið var á Úlfljótsvatn og tóku 60 skátar þátt í útilegunni.

Dagskráin var fjölbreytt og var í höndum Rekkaskátanna (16-18 ára) sem höfðu skipulagt hana með þemað að leiðarljósi. Sem dæmi voru búnir til bogar, eldað á hlóðum og æfðar skylmingar. Einnig var klifrað og sigið í klifurturni og föndrað úr leðri. Um kvöldið var haldin fjörug kvöldvaka og svo var farið í æsispennandi næturleik.

Mikið fjör var í útilegunni og skátarnir skemmtu sér vel enda frábært veður alla helgina.

Fálkaskátastelpur í Smyrlum ætla í sveitarútilegu 11. - 12. október í Lækjarbotna. Mæting er kl. 10 í skátaheimilið á laugardegi og stefnum á að koma aftur heim kl. 15 á sunnudegi. Við förum með rútu.

Stelpurnar þurfa að koma með nesti fyrir hádegismat (tvisvar) og síðdegishressingu. Við verðum með sameiginlegan kvöldmat og morgunmat. Bannað að koma með nammi, gos og snakk. 

Útbúnaður: Svefnpoki, regnföt, góðir skór/stígvél, hlý peysa (flís eða ull), aukaföt til skiptanna(helst ekki gallabuxur), ullarsokkar, húfa, vettlingar, trefill/buff, vasaljós, skátaklútur, tannbursti og annað snyrtidót. Má koma með myndavél. Skiljum síma og önnur raftæki eftir heima. 

Kostnaður er 3500 kr. Borga þegar þið mætið í skátaheimilið. 
 
 Allir þurfa að skrá sig í útileguna, það er gert hér til hliðar - Viðburðarskráning
 
Minnum líka á að sveitaráætlunin er komin inn á síðuna, undir skátasveitirnar-smyrlar-sveitaráætlun.
 
Kveður
Inga, Selma, Ingibjörg og Salka
 
 

Landsmót skáta hefst sunnudaginn 20. júlí á Hömrum á Akureyri og verða Mosverjar með stóran hóp á mótinu. Rúmlega 50 Mosverjar eru skráðir og verður þetta mikið ævintýri. Undirbúningur stendur nú sem hæst og eru allir að verða klárir með bakpokana sína og skátaskyrtuna.

Mótið stendur til 27. julí en á því er fjölbreytt dagskrá og þemað í ár er Í takt við tímann. Til dæmis er farið í valdagskrá, útivistardag, heimsókn til akureyrar og risa varðeldir, og ekki má gleyma heimsóknardeginum.

Heimsóknardagurinn er laugardaginn 26. júlí og þá eru allir boðnir velkomnir inn á móttsvæðið og félögin kynna sinn heimabæ eða sitt land. Á þessum degi er alltaf mikil stemmning og fjör og bjóða Mosverjar alla Mosfellinga sérstaklega velkomna í tjaldbúðina okkar.

Mosverjar óska öllum gleðilegs sumars!

Hátíðahöldin tókust mjög vel og þökkum við þeim foreldrum og skátum sem komu að hátíðinni kærlega fyrir.

 

Skátarnir stóðu sig með mikilli prýði og gangan þótti hin glæsilegasta þetta árið með mikilli þátttöku skátanna.

Birtir IMG_5506.JPG Birtir IMG_5557.JPG Birtir IMG_5552.JPG

Hrollur 2014

Dagsetning: 14.-16. mars 2014

Skráning: Sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur hverjir eru í liðinu og nafn liðsins. Einnig verður að koma fram lífsmottó og lukkudýr. Skráningu lýkur 12. mars.

Staðsetning: Svæði kring um Hafravatn.

Mæting: kl. 18:00 á föstudeginum við Hafravatns-afleggjara við enda Reykjavegs í Mosfellsbæ.

 

Heimkoma: Kl. 14 á sunndeginum (að afleggjaranum)

Kostnaður: 2500 kr á mann

Lið: 2-3 í liði

Upplýsingar um keppnina:

Keppnin hefst kl. 18:00, þá er gengið upp í skálann Hleiðru við Hafravatn, ca. 1 klst. Þar er komið sér fyrir í tjöldum sem keppendur koma með (ath. mínusstig eru gefin fyrir að gista inni í skála). Kvöldið fer í að velja sér pósta sem liðin taka daginn eftir og skipuleggja leið sína. Staðsetning póstanna er gefin upp á korti, keppendur þurfa að merkja póstana inn sín eigin kort sem þau fá og velja sér svo leið til að ganga eftir með hjálp áttavita. Mikilvægt er að kunna þessi atriði vel.

Laugardagurinn fer í gönguna sjálfa, sem er búin um kl. 17. Þá þarf að skila inn öllum verkefnum sem unnin voru á leiðinni.

Sleikjukeppni: Sleikjukeppnin fer fram á laugardagskvöldinu og felst í því að sleikja upp stjórnendur keppninnar. Sem dæmi um góða sleikju er til dæmis: Fótanudd, eitthvað gott matar-  eða drykkjarkyns, leikþáttur og margt margt margt fleira. Látið þó hugmyndaflugið ráða för, þeim mun frumlegra þeim mun betra. Þemað í sleikjunni í ár er: 80´s þema

Á sunnudaginn verður svo óvænt keppni sem ekki hægt að undirbúa sig fyrir.

Stig: Stig eru gefin fyrir alla liði keppninnar, góða hegðun, stundvísi og hressleika.

Verðlaunaafhending er svo á sunnudegi. Verðlaunin eru alltaf stórglæsileg, fyrir öll sætin, og fara vinningshafar heim með Hr. Hroll.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Friðrik This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kunnátta á áttavita er nauðsynleg en ath. að GPS tæki eru bönnuð í keppninni.

 

Útbúnaðarlisti

 • Hlý föt (Flísföt)
 • Ullarnærföt
 • Góð regnheld útiföt
 • Góðir skór (Gönguskór)
 • Svefnpoki
 • Dýna
 • Tjald*
 • Vasaljós
 • Einn dagpoki á hvert lið
 • Myndavél
 • Áttaviti
 • Nesti fyrir alla helgina nema laugardagskvöld, ath. ruslapoka
 • Bók og skriffæri
 • GSM sími Mjög mikilvægt er að öll lið komi með allavega einn gsm síma. Ath. batterí og inneign.
 • Allt sem þið getið mögulega þurft að nota yfir helgina!

Dróttskátar! Hrollur 2014 verður haldin helgina 14-16 mars. Takið helgina frá, og byrjið að undirbúa græjurnar og læra skátafræðin! Ekki seinna að vænna en að byrja að undirbúa liðin og gera sig kláran fyrir skemmtilegustu helgi vetrarins!!

Hrollur eru útivistar og ævintýrakeppni fyrir Dróttskáta sem er árlegur viðburður í Mosverjum. Helgin fer fram við Hafravatn og keppast liðin um að fá sem flest stig fyrir ýmislegt alla helgina, svo sem að leysa þrautir, gera góða áætlun fyrir laugardaginn, sofa í tjaldi og fleira og fleira.

Kveðja

HROLLS nefndin

Stjórn og foringjar Mosverja óska öllum skátum og foreldrum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar liðið starfsár.

Fundirnir byrja í þessari viku, Hafernir í dag mánudaginn 6. janúar.

Stjórn og foringjar Mosverja vilja senda öllum skátum og fjölskyldum þeirra gleðilegar nýárskveðjur!

Nú fer skátastarfið að hefjast á ný og byrja fyrstu fundirnir mánudaginn 6. janúar.

                                                                       

Smellirnir er félagsskapur baklandshóps Mosverja, þ.e. foreldra og annarra velunnara.

Hópurinn hittist öðru hvoru með fyrirfram ákveðin fundarefni, bæði fræðslutengd og sér og öðrum til skemmtunar.

Næsta þriðjudag ætlum við að hittast í annað sinn á þessu hausti og umfjöllunarefni fundarins verður félagsútilegan næstu helgi og Landsmót skáta næsta sumar. Hvernig geta Smellirnir komið að þessum viðburðum Mosverja?

Gestur fundarins er Gunnar Atlason en hann ætlar að segja frá og sýna myndir frá ferðum Mosverja á Landsmót skáta s.l. áratugi.

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir að taka með sér gesti.

Með skátakveðju

Eiríkur og Ævar.

Kæru skátar og foreldrar/forráðamenn.

Framundan er félagsútilega á Úlfljótsvatni. Þangað mæta fálkaskátar, dróttskátar og rekkaskátar ásamt foringjum og aðstoðarfólki. Helgin verður stút full af frábærri dagskrá og skemmtilegheitum.

Þema helgarinnar er DISNEY. Skátarnir eru hvattir til að mæta í búningum sem passa við þemað en bendum einnig á það að það þarf að klæða sig eftir veðri og vera vel útbúin til útiveru.

Lagt verður af stað frá skátaheimilinu kl. 20:00  á föstudagskvöldi og minnum á að allir þurfa að vera búnir að borða kvöldmat.

Heimkoma er áætluð um kl. 16:00 á sunnudeginum

Gjaldið fyrir helgina er 6.500,- og innifalið í því er gisting, matur og öll dagskrá helgarinnar.

Rútan verður greidd úr félagssjóði.

Skráning ferð fram í viðburðaskráningakerfi BÍS og þar verður að taka fram ef skátinn þarf sérfæði eða þarf að taka einhvers konar lyf um helgina. Munið að ýta á STAÐFESTA takkann. Skráning er ekki staðfest fyrr en staðfestingartölvupóstur hefur borist forráðamanni. Hægt er að ganga frá greiðslu fyrir útileguna með kreditkorti við skráningu og hvetjum við fólk til að auðvelda okkur utanumhaldið með því að gera það. Einnig verður hægt að millifæra gjaldið á 0549-26-000310 kt. 640288-2489 og þá verður að muna að senda kvittun í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða koma með kvittun fyrir greiðslunni þegar lagt er af stað.

Skráning fer fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning

Lokað verður fyrir skráningu kl. 13:00 á fimmtudaginn!

Aðeins þeir sem eru skráðir í ferðina fá sendann útbúnaðarlista í tölvupósti eftir að skráningu lýkur.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig leitum við til foreldra með aðstoð í eldhúsinu um helgina. Í boði er frábær félagsskapur og tækifæri til að kynnast starfi skátanna. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með skátakveðju

Stjórn Mosverja