Fréttir

Skólarnir eru komnir af stað og ekki seinna vænna en að drífa skátastarfið af stað líka....

Við byrjum á mánudaginn næsta, 4. september.

Fundartímarnir næsta vetur verða eftirfarandi:

Drekaskátar 3. bekkur - mánudagar kl. 16-17
Drekaskátar 4. bekkur - mánudagar kl. 17-18
Fálkaskátar 5.-7. bekkur - fimmtudagar kl. 17-18:30
Dróttskátar 8.-10. bekkur - fimmtudagar kl. 20-20:30
Rekka- og róverskátar, framhaldsskóli og eldri - mánudagar kl. 20-21:30

Hlökkum til að sjá ykkur öll í næstu viku!

Skátakveðja
Stjórn og foringjar Mosverja

Fundir hefjast svo mánudaginn 12. september.

Drekaskátar verða á mánudögum: 3.bekkur frá 16-17 og 4 bekkur frá 17-18
Smyrlar (stelpur 5-7 bekk) verða á þriðjudögum frá 17-18:30
Hafernir (strákar 5-7 bekk) verða á fimmtudögum frá 17-18:30
DS.Óríon (blandað 8-10 bekk) verða á miðvikudögum frá 20-21:30 (og stundum lengur)

Skráningar verða í gengum nýtt félagatal sem verður tekið í gagnið í byrjun september.

Nú er sumarið liðið og foringjar og stjórn að undirbúa veturinn.

Mikið er að gerast hjá Mosverjum þessa dagana en við erum að festa kaup á nýju skátaheimili að Álafossvegi 18. Þar á skátastarfið eftir að blómstra næstu árin. Fundir munu því hefjast í Álafosskvosinni þann 12. september.

En fyrst viljum við byrja veturinn á kynningardegi í Álafosskvosinni þann 4. september frá 14:00-16:00. Þar verðum við með stóra klifuvegginn, heitt kakó, grillaða sykurpúða og allskonar skátasprell.
Allir velkomnir, skátar, foreldrar og aðrir áhugasamir um skátastarfið.

Fundartímar í vetur verða svo svona:

Mosverjar eru að taka upp nýtt félagatal um mánaðarmótin og um leið og það er komið í gagnið verða send út skilaboð hér á síðunni okkar.

Við bendum einnig á að við verðum með kynningar- og innritunardag sunnudaginn 4. september frá 14-16 við skátaheimilið.

Síðastliðna helgi fór fram hin árlega ævintýra- og útivistarkeppni Mosverja fyrir dróttskáta, en dróttskátar eru á aldrinum 13-15 ára. 

Skátarnir skipta sér í tveggja til þriggja manna lið og stunda útivist og keppa í rötun og öðrum skemmtilegum þrautum í hrollkaldri vetrarnátturunni í kringum Hafravatn. 

Keppnin gengur út á það að safna stigum sem fást fyrir hinar ýmsu þrautir sem búið er að dreifa umhverfis Hafravatn. Þrautirnar eru staðsettar allt frá toppi Úlfarsfells til Langavatns. Liðin þurfa að ákveða hvaða þrautum þau ætla að ljúka og fá til þess afmarkaðan tíma. Það er svo þeirra að skipuleggja leiðina. Aukastig eru auk þess gefin fyrir að sofa í tjaldi, en það er stór áskorun þegar allt er þakið snjó og kuldaboli bítur kinnar. 

Skemmst er frá því að segja að allir tóku áskorunina um að sofa í tjaldi og leystu svo þrautir sínar með glæsi brag á laugardeginum. Á laugardagskvöld var svo vel tekið á móti hópunum með hamborgaraveislu að hætti Mosverja. 

Þegar öllum stigum hafði verið safnað saman stóðu þrír vaskir sveinar uppi sem sigurvegarar og hlutu að launum vandaða áttavita í verðlaun sem eflaust eiga eftir að hjálpa þeim að rata rétt í framtíðinni.

Sigurvegarar í Hroll 2015 voru Kristófer Örn Stefánsson, Jakob Lipka Þormarsson og Stefán Unnar Gunnarsson.

Gleði, skemmtun og áskoranir eru minningarnar sem verða eftir í huga dróttskátanna eftir helgina og eru þau strax farin að hlakka til að taka þátt að ári. 

Skátafélagið Mosverjar þakkar þátttakendum og skipuleggjendum fyrir vel heppnaðan Hroll 2015.

 

 

Félagsútilega Mosverja var haldin 14. – 16. nóvember og þema útilegunnar var Víkingar. Farið var á Úlfljótsvatn og tóku 60 skátar þátt í útilegunni.

Dagskráin var fjölbreytt og var í höndum Rekkaskátanna (16-18 ára) sem höfðu skipulagt hana með þemað að leiðarljósi. Sem dæmi voru búnir til bogar, eldað á hlóðum og æfðar skylmingar. Einnig var klifrað og sigið í klifurturni og föndrað úr leðri. Um kvöldið var haldin fjörug kvöldvaka og svo var farið í æsispennandi næturleik.

Mikið fjör var í útilegunni og skátarnir skemmtu sér vel enda frábært veður alla helgina.

Dagskrárhringurinn hófst með frábærum lýðræðisleik í formi Alþingis. Þá fengu drekaskátarnir að velja sér frumvarp sem flytja þurfti fyrir hina skátana á fundinum í formi ræðu, alveg eins og á Alþingi. Það er nokkuð ljóst að þessir drekar eiga ekki eftir að eiga í vandræðum með ræðumennsku í framtíðinni.

Síðan þá höfum við lært hnúta, fyrstu hjálp og sögu Baden-Powell auk þess sem við erum að æfa skátasöngva fyrir kvöldvökuna í Hlégarði mánudaginn 25. febrúar n.k.

Á næsta fundi ætlum við að kynnast skátalögunum og fáum einnig gest til okkar sem heitir Tinni og er að læra uppeldis- og tómstundafræði í HÍ.

Ég er búin að setja dagskrána okkar hér inn á heimasíðuna og má finna hana HÉR.

Kveðjur frá Döggu og ofurdrekanum Friðriki.

Á síðasta fundi fóru fram lýðræðislegar kosningar um dagskrá næsta dagskrárhring. Kosið var um ýmiss verkefni sem tengjast stjörnum. Það er nokkuð ljóst að mikið stjörnufans verður á næstu vikum.

Ég minni á að þriðjudaginn 30. október verður enginn fundur hjá drekaskátum þar sem foreldraviðtöl eru í skólum bæjarins og af fenginni reynslu þá er afar lítil mæting hjá drekaskátum þegar ekki er um venjulegan skóladag að ræða.

Kveðjur

Dagga og ofurdrekarnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur það út þegar 72 frábærir Mosverjar stilla sér upp í myndatöku. Enginn smá fjöldi!

Komumst að því að hljómburðurinn er frábær þegar einhver kallar: Hverjir eru bestir? og allir svara........

MOSVERJAR!

Fálkaskátasveitin Hafernir hófu vetrarstarfið í byrjun september. Á fyrsta fundinum var hitað kakó á opnum eld og strákarnir sýndu listrænt handbragð við tálgun. Síðan vorum við í síðustu viku uppi við Hafravatn. Þar var silgt á kajak, kanó og gúmmíbátnum í frábæru veðri. Á fundinum í dag höfðum við lýðræðileik í formi markaðar þar sem bestu dagskrárhugmyndir strákanna voru seldar hæsta verði. Góð stemmning er í hópnum og allir hlakka til næstu funda. Fundartíminn er mánudagar kl: 17.00 - 18.30. Foringjar eru: Ævar Aðalsteinsson, Bergsveinn Stefánsson og Gunnar Ingi Stefánsson. Nú eru 15 strákar komnir í Haferni.Laughing

Á sunnudaginn var Landsmót skáta sett eftir miklar rigningar. Mosverjar komu á Úlfljótsvatn um 11.00 en þá var verið að reysa eldhústjaldið. Þegar það var komið upp var skipt liði og sumir fóru í að reysa svefntjöld fyrir skátana á meðan aðrir komu upp aðstöðu fyrir eldun. Klukkan 20 var síðan komið að mótssetningu og þá dróg nokkuð úr rigningunni. Nokkuð blautt var á svæði Mosverja og þurfti að stinga upp grasið til að koma vatninu í burtu. Vatn flæddi inn í 3 tjöld en engum varð meint af. Kl. eitt aðfararnótt mánudags voru allir sofnaðir. Á mánudagsmorgun var ágætis veður og voru settar upp yfir 50 metrar af snúrum og mikið af fatnaði, dýum og nokkrir svefnpokar settir út til þerris. Skátarnir undu sér vel við tjaldbúðarstörfin og tóku þátt í dagskránni.

Skátunum líður vel enda er það markmið foringjanna að svo sé. Hinsvegar hefur álagið á foringjana verið nokkuð þar sem sama fólkið er í öllu. Við erum 6 manns sem sjáum um 33 skáta ásamt því að koma upp aðstöðunni. Öll aðstoð er vel þegin. Ef einhver getur aðstoðað okkur við matseldina þá er bara að hafa samband við Kollu fararstjóra í síma 665 6149.

Nóg er um að vera í fjölskyldubúðum. Fólið það tekur þátt í dagskrá mótssins, fer í gönguferðir um mótssvæðið og í kringum það. Á kvöldin geta allir fylgst með skátunum á kvöldvökum/varðeldum og farið í kaffihúsið í fjölskyldubúðunum sem opnar eftir að leikskóli barnanna lokar síðdegis.

Að lokum hvetjum við alla til að koma í heimsókn um helgina. Hægt er að tjalda um helgina eða bara koma í heimsókn á laugardaginn. Þá þarf en nokkrar hendur á sunnudag til að aðstoða við frágang, fyrst við að taka niður svæðið og síðan að koma fyrir öllu dótinu á sinn stað við komu í bæginn. Til að bjóða sig í þá vinnu er gott að hringja í Gunnar Atlason í síma 822 3619.

Reyni að setja frekari fréttir af okkur þegar líður á vikuna.

Nú eru liðnar 3 vikur af Ævintýranámskeiði Mosverja og er búið að vera mikið gaman í sumar. Enn eru þrjár vikur eftir og eru laus pláss.

Í næstu viku verður mjög gaman og ætlum við að fara í hjólaferð í skógarræktina, víkinga leika á Víkingaleikvellinum, kassaklifur, svo eitthvað sé nefnt. Á föstudeginum förum við svo á Álftanes og ætlum við að hitta leikjanámskeiðið á Álftanesi. Þar verður mikið húll um hæ, grill, sund og leikir.
Enn eru nokkur laus pláss svo um að gera að skrá sig til að missa ekki af þessari frábæru viku.

Seinustu tvær vikurnar (9.-13 júlí og 16.-20. júlí) er enn nóg pláss á og verður einnig mjög gaman á þeim. Bæjarferð, kassaklifur, ísgerð, bátar á hafravatni og margt fleira.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í sumar

Kveðja
Embla og Finnur
Umsjónarmenn Ævintýranámskeiðsins