Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Í gegnum skátastarfið er hægt að finna margar skemmtilegar og spennandi leiðir til að eflast og þroskast í leik og starfi.

Bandalag íslenskra skáta hefur um nokkurra ára skeið unnið að nýrri skátadagskrá fyrir íslenska skáta. Hún byggir á grunni skátastarfsins en skilgreinir markmið og leiðirnar þangað betur en áður var gert. Auk þess er minni áhersla lögð á samfundakerfi skátasveitanna í stað gamla flokkakerfisins sem hafði verið grunnur skátastarfsins. Mosverjar hafa frá og með þessu starfsári verið þátttakendur nýju dagskrárinnar ásamt flestum skátafélögum á lsndinu.

Margir hafa starfað í lengri eða skemmri tíma í skátahreyfingunni. Víðsvegar í samfélaginu er fólk að nýta sér beint eða óbeint margt af því sem það kynntist í skátunum. Þar lærist að geta átt góða samvinnu við aðra um leið og þínar hugmyndir og framtak fær að njóta sín.

Skátahreyfingin er alþjóðahreyfing sem hefur getað brúað bil milli þjóða og kynþátta. Mosverjar hafa lagt mikla áherslu á gildi þess að kynnast öðrum skátum jafnt hér á landi sem í öðrum löndum. Árið 2007 var afmælisár skátahreyfingarinnar og héldu þá skátar með ýmsu móti uppá 100 ára skátastarf. Með alþjóðlegu skátastarfi leggur hreyfingin sitt að mörkum til að stuðla að friði og alheimsbræðralagi sem Baden Powell setti fram í skátahugsjóninni.

Mosverjar í dag:

Kraftmikið litríkt og þroskandi starf
Mosverjar hafa nú með nýrri skátadagskrá í bland við gamallt og gott skátastarf staðið fyrir kraftmiklu starfi þar sem vörður að markmiðum okkar eru skýrar:

Hópvinna - til að þroska tillitsemi, samstarfshæfileika, ábyrgð, stjórnunarhæfileika og fá að segja sína skoðun.

Einstaklingsframtak - til að geta leyst þroskandi verkefni upp á eigin spýtur.

Útilíf - til að efla líkamsþrek, njóta náttúrunnar og bjarga sér við óvenjulegar og erfiðar aðstæður.

Fjölbreytt viðfangsefni - til að kenna skátunum ýmis nytsöm störf og geta brugðist við óvæntum verkefnum á lífsleiðinni.

Alþjóðastarf - til að geta fengið tækifæri til að kynnast fólki í öðrum löndum, háttum þess og menningu.


Skátastarf er fjölbreytt - hvað gera Mosverjar
Grunnur skátastarfsins eru skátafundir í skátaheimilinu sem eru mismunandi margir eftir aldurshópum. Með nýrri skátadagskrá hefur verið horfið frá gamla flokkakerfinu en í staðinn eru skátasveitin öll með sama fundartíma. Þá er unnið eftir skipulagðri dagskrá sem sveitarforinginn stjórnar. Þá er jafnan mikið starf við undirbúning dagsferða, útileguskipulagningu og ferða á skátamót jafnt innanlands sem utan. Má þar nefna íslensku landsmótin og ferðir á skátamót til útlanda.

Landsmót skáta eru nú haldin á 3 ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni eða á Akureyri. Mjög góð þátttaka Mosverja og góður árangur hefur einkennt okkar þáttöku í þeim. Síðan má nefna ferðir til Færeyja, Þýskalands, Hollands og Noregs. Á afmælisári skátahreyfingarinnar 2007 fóru líka um 50 Mosverjar á skátamót í Svíþjóð og Englandi.

Foreldrastarf og störf fyrir Mosfellsbæ
Þátttaka Mosverja á skátamótum setur góðan og jákvæðann krafti í starfið og gefur okkur nýjar hugmyndir við framkvæmd skátastarfsins. Einsog áður var nefnt hefur þátttaka foreldra aukist síðustu árin og hefur það auðveldað allt starf félagsins. Þeir styðja við bakið á starfseminni með ýmsu móti. Má þar nefna að sitja í stjórn Mosverja, skipulagning fjáraflana, aðstoð á skátadegi Mosverja sem haldin er við Hafravatn ár hvert, þátttaka á landsmótum skáta við eldamennsku og tjaldbúðarstörf ásamt fleiru. Þátttaka skátafélagsins í ýmsum viðburðum í Mosfellsbæ hefur einnig aukist og er orðin stór þáttur í okkar starfi. Á starfsárinu 2007 -2008 voru tekin fyrstu skrefin í að innleiða nýja skátadagskrásem búin er að vera í undirbúningi í nokkurn tíma. Mosverjar hafa leitast við að innleiða nýju skátadagskrána í bland við gömul og góð skátastörf sem alltaf hafa reynst vel.